15.3.2012 | 12:56
peningar, peningar, peningar
Það er frægt orðatiltæki að peningar geti ekki fært þér hamingju, en úff hvað lífið væri nú einfaldara ef maður ætti slatta af þeim.
Ég er alveg svakalega nísk, ég fæ samviskubit yfir því að kaupa mér smá bland í poka á laugardegi, því peningarnir hefðu nú getað farið í eitthvað annað viturlegra.
Nú er ég að spara fyrir háskólanámi og öllu sem því fylgir og þegar ég hef eitthvað svona ákveðið sem ég er að spara fyrir versnar nískan uppúr öllu valdi, stundum verður hún svo slæm að ég varla tími að kaupa mér að borða... og nú er ástandið í fataskápnum mínum þannig að mig er farið að sárlanga í ný föt, en guð minn almáttugur hvað ég tími því nú ekki, þau eru rándýr. Sem dæmi sá ég auglýstar sokkabuxur á 3000 kr, halló! 3000 f*** kall fyrir einar sokkabuxur, sem í höndunum á böðli eins og mér myndu ekki endast út eitt kvöld. Ég held nú ekki!
Þá fór ég að velta fyrir mér hugmyndinni um samfélag eins og í fornöld þegar peningar voru ekki til, menn stunduðu bara vöruskipti og mér finnst það bara hljóma fjandi vel. Ok, þetta myndi aldrei virka í raun og veru en ég er bara komin með uppí kok af peningum. Það að eiga ekki peninga er rosalega heftandi, og jújú, ef þú ert ríkur er það engin ávísun á hamingju, en þá verður það aldrei vandamál að eiga ekki fyrir einhverju.
Ef ég ætti "endalausa" peninga þá gæti ég farið í Stanford í staðinn fyrir Háskóla Íslands (no offence fyrir HÍ samt), gæti eignast allar þær bækur sem að mig langar í, gæti keypt mér föt þegar mér langaði til, gæti skoðað heiminn, boðið vinum og fjölskyldu hingað og þangað að gera eitthvað skemmtilegt, ásamt því að gefa reglulega peninga til góðgerðarmála.
Eins og ég sé þetta þá eru peningarnir lykillinn að efnislega heiminum, þú þarft svo bara að passa uppá það sjálfur að vera hamingjusamur með því að nota peningana á réttan hátt og lifa lífinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.