Áhrif fótboltans...

Ég er mikill áhugamaður um fótbolta og grjótharður stuðningsmaður Manchester United. Í síðustu viku sat ég við tölvuna og horfði á leik Manchester United og Ajax og það sem leiddi að öðru marki Ajax var aukaspyrna sem dæmd var á Patrice Evra fyrir að vera ekki í öðrum skónum sínum!
Jú, það stendur einhverstaðar, í einhverri reglugerð, að maður eigi að hafa skó á báðum fótum við að spila fótbolta, en afhverju í ósköpunum ætti nokkur maður að vilja spila án þess að vera í skóm? Bæði er það óþægilegt, maður hittir boltann verr og fær minni kraft í skotin, plús það að líkurnar á því að einhver stigi á fótinn á þér eru miklar, og það væri varla þægilegt að fá takkana í sig, svo afhverju í ósköpunum gefur dómari aukaspyrnu á það að maðurinn missti skóinn, ákvað að taka við boltanum og senda hann áfram áður en hann færi og klæddi sig í skóinn til þess að stöðva ekki leikinn. Lýsandi leiksins skildi nú ekkert í þessu, en var kannski ekki að velta sér uppúr þessu eins lengi og ég... ég bara fæ ekki skilið hvers vegna dómarinn varð að gefa aukaspyrnu. Og enn verra er það nú að uppúr þessari aukaspyrnu kom mark.

Annað sem hefur verið svolítið að "bögga" mig er reglan um mörk á útivelli. Jújú, bæði þessi atvik eru að fara í taugarnar á mér vegna þess að mitt lið er ekki að hagnast á þeim núna, en þessi útivallarmarkaregla er frekar kjánaleg. Ókei, það er erfiðara að skora mark þegar maður er á útivelli, en þetta er bara svo heimskulegt. Afhverju ekki að nota bara framlengingu ? Og ef þrátt fyrir útivallaregluna kæmi til framlengingar þá er liðið sem er á útivelli í miklu hagstæðari stöðu þegar kemur til framlengingar. Þótt bæði lið skori 1 mark þá vinnur það, því það er á útivelli. Þetta er bara fáránlegt.

En það sem er kannski fáránlegast af öllu, er að ég sé búin að vera með þessar pælingar og rifrildi í hausnum á mér undafarna daga, yfir leikjum sem að ókunnugir karlar spila í öðru landi ...


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðrétting þetta var ekki Ajax heldur Athletic Bilbao sem spilaði United sundur og saman :)

Gisli (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 22:10

2 identicon

Ekkert smá góð hugmynd hjá þér! Það verður gaman að fylgjast með bloggin þín:)

Abigail Jean (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 22:12

3 Smámynd: Ástrós Ýr Eggertsdóttir

Ég játa á mig mistökin, en því miður gekk þeim ekkert betur með Ajax :(

Ástrós Ýr Eggertsdóttir, 13.3.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband